Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2015-11-09

nóvember 9, 2015
Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Ísgöng í Langjökli, afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. ágúst breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Ísgöng í Langjökli, afþreyingar og ferðamannasvæði dags. 26. júní 2015. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillit var tekið til athugasemda sem bárust samkvæmt greinargerðum dags. 20. maí 2015 og 22. júní 2015 og er breytingin samþykkt með þeim breytingum sem lýst er í greingargerðinni. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Skipulagstillöguna má sjá hér
Greinargerðir með tillögunni má sjá hér og hér.
 
Deiliskipulag Ísganga í Langjökli
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 13. ágúst nýtt deiliskipulag fyrir Ísgöng í Langjökli dags. 16. mars 2015. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Tillit var tekin til athugasemda sem bárust samkvæmt greinargerðum dags. 20. maí 2015 og 22. júní 2015 og er deiliskipulagið samþykkt með þeim breytingum sem lýst er í greinargerðunum.
 
Deiliskipulagstillöguna má sjá hér og greinargerðir með tillögunni hér og hér.
 
Hægt er að nálgast skipulög og greinargerðir á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is eða hafa samband við skipulagsfulltrúa á netfangið lulu@borgarbyggd.is
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Lulu Munk Andersen
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
 

Share: