Skólastjóri Andabæjar

október 30, 2015
Á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 29. október var tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar um að ráða Sigurð Sigurjónsson skólastjóra Andabæjar staðfest.
Sigurður útskrifaðist með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1999 og starfaði sem leikskólakennari hjá Kópavogsbæ fram til ársins 2003 er hann tók við starfi leikskólastjóra Skýjaborgar í Hvalfjarðarsveit. Þar starfaði hann til ársins 2011 en þá tók hann við starfi aðstoðarleikskólastjóra við Akrasel á Akranesi. Sigurður er giftur Ásu Hólmarsóttir heilbrigðisfulltrúa og saman eiga þau fjögur börn. Þau búa í Hvalfjarðarsveit. Sigurður mun stýra samreknum leik- og grunnskóla á Hvanneyri. Hann er boðinn velkominn til starfa.
 

Share: