Handverk kvenna í 100 ár

nóvember 4, 2015
Um liðna helgi stóð Samband borgfirskra kvenna fyrir sýningu á handverki kvenna í 100 ár. Sýningin var liður í því að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna og draga fram í dagsljósið gersemi og sýna afköst og fjölbreytni í handverkinu. Muninrnir komu allir frá konum tengdum Vesturlandi og söfnuðu kvenfélögin í Borgarfirði verkum frá félagsmönnum sínum.
Sýningin var sett upp í leikfimihúsinu á Hvanneyri og komu vel yfir tvöhundruð manns að sjá og skoða auk þess sem margir keyptu kaffiveitingar í Skemmunni. Margt var um manninn á staðnum þessa helgi og var veðrið einstaklega fallegt.
 

Share: