„ Dráttarvélin tekin út úr fjósinu og stefnan sett á Grindavík“

Leikmenn Skallagríms eru nú lagðir af stað til Grindavíkur á Oddaleikinn þar sem verður háður í kvöld. Þessi skemmtilega mynd var tekin upp á golfvelli af „Skallagrímsdráttarvélinni“ hans Jóns Finnssonar þegar leikmenn Skallagríms mátuðu gripinn og slógu úr nokkrum fötum í leiðinni.   Þjálfarinn Ken Webb er að sjálfsögðu brosandi við stýrið eins í öðrum leikjum liðsins. Búist er við …

Menningarstefna Borgarbyggðar gefin út

Meginatriði menningarstefnu Borgarbyggðar hafa nú verið gefin út í bæklingi, sem liggur frammi á sveitstjórnarskrifstofunum. Hann hefur einnig verið sendur til allra sveitarstjórnarmanna og helstu stofnana sveitarfélagsins og verður sendur til Menntaskóla Borgarfjarðar og háskólanna í héraði. Í bæklingnum eru 17 grundvallaratriði stefnunnar tíunduð auk þess sem farið er í stuttu máli yfir vinnuferlið við mótun hennar. Sú vinna hófst …

Dagmæður Borgarbyggðar og foreldrar ungbarna á skyndihjálparnámskeiði

Borgarfjarðardeild Rauða Krossins hélt skyndihjálparnámskeið fyrir þá sem sinna umönnun ungra barna þann 26. mars síðastliðinn og var mæting einstaklega góð. Námskeiðið sátu alls 15 manns og voru þátttakendur foreldrar ungbarna og dagmæður Borgarbyggðar. Á námskeiðinu var fjallað um fyrstu hjálp sem snýr að ungbörnum og hvernig eigi að bregðast við slysum, því þau gera víst aldrei boð á undan …

Körfuknattleikslið Skallagríms sigraði lið Grindarvíkur

Skallagrímsmenn voru frábærir í Fjósinu Borgarnesi s.l. sunnudagskvöld þegar þeir sigruðu lið Grindavíkur í æsispennandi leik, 96-91. Zekovic, Pétur Már og Flake fóru mikinn í sóknarleik okkar manna og Axel Kára hélt stórskyttu Grindvíkinga Páli Axeli í 13 stigum í leiknum sem er varnarleikur af bestu gerð á þennan frábæra landsliðsmann. Þar með hafa Borgnesingar náð að jafna einvígið við …

Fjölsóttir ferðamannastaðir í Borgarbyggð styrktir

Nýverið tilkynnti Ferðamálastofa hverjir hljóta styrk til úrbóta á ferðamannastöðum, þetta árið. Alls voru veittar ríflega 54 milj. kr. og fengu þrjú verkefni í Borgarbyggð, myndarlegan stuðning. Sveitarfélagið Borgarbyggð fær 2,5 milj. kr. til að bæta stíga og aðra aðstöðu á og við Grábrók, en svæðið hefur látið verulega á sjá, á undanförnum árum. Hreðavatn ehf. fær 3 milj. kr. …

Úrslitakeppnin hefst í kvöld – Bein útsending frá FM Óðal

Úrslitakeppni hefst í kvöld í Grindavík en þangað fara menn til að freista þess að ná sigri á sterku liði grindvíkinga. Þeir sem ekki komast á leikinn í kvöld geta hlustað á lýsingu á honum í beinni útsendingu á FM Óðal 101,3 þar sem íþróttafréttamenn Óðals lýsa leiknum heim. Heimaleikurinn okkar við Grindavík verður svo á sunnudaginn kl. 19.15 í …

Hunda- og kattahreinsun á Bifröst

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður á Birfröst miðvikudaginn 2. apríl 2008 kl. 16:00 – 18:00 í kyndistöðinni. Þeir eigendur hunda og katta á Bifröst sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar. Samkvæmt hollustuháttarreglugerð nr. 941/2002, 15. kafla, …

,,Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes”

Það er lögreglumaðurinn Gunnar, sem Ólafur Darri Ólafsson leikur, í þættinum Mannaveiðum sem lætur eftirfarandi orð falla við félaga sinn Birki þegar hann sér Borgarnes. ,,Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes”. Þeir félagar eru að koma niður á Seleyrina og nálgast Borgarnes og það veldur þessari hungurtilfinningu hjá Gunnari sem verður til þess að þeir stoppa í Hyrnunni …

Almenningssamgöngur milli Reykjavíkur og Borgarness

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið upp viðræður við Strætó bs um strætisvagnasamgöngur milli Reykjavíkur og Borgarness. Vonast er til að niðurstöður viðræðna liggi fyrir í apríl mánuði. Ljóst er að vaxandi þörf er fyrir bættum almenningssamgöngum milli höfuðborgarinnar og Borgarbyggðar þar sem þeim fer fjölgandi sem sækja vinnu og nám annarsvegar frá Borgarbyggð til höfuðborgarsvæðisins og hinsvegar frá höfuðborgarsvæðinu til þéttbýlisstaða …

Starfsfólk Óðals í heimsókn á Akranesi

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi heimsóttu félagsmiðstöðina Arnardal á Akranesi í vikunni til að funda um félagsmiðstöðvar, ungmennahús og vinnuskóla sveitarfélaganna, en gott samstarf hefur verið um langt skeið hjá þessum tveimur félagsmiðstöðvum. Við þetta tækifæri skoðuðu starfsmenn Óðals einnig nýju aðstöðuna sem Arnadalur hefur fengið. Á myndinni eru þau Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi, Hanna Sigríður …