Kynningarfundur – atvinnumál kvenna

Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna verður haldinn í Borgarnesi 23.september nk. Auk kynningar á styrkjum verða erindi frá frumkvöðlakonu, frá sérfræðingi á Byggðastofnun auk þess sem Atvinnuráðgjöf Vesturlands mun kynna þjónustu sína við frumkvöðla. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri og er frá kl 20:00 – 21:00. Nálgast má umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum og er slóðin www.atvinnumalkvenna.is   Dagskrá: …

,,Fleiri tré og blóm en heima”

Í dagblaðinu Hallands Nyheter er grein eftir Lenu Strömberg frá því 17. september síðastliðinn sem segir frá heimsókn nemenda frá Grunnskólanum í Borgarnesi til nemenda í bekk 9B í Tullbroskolan í Falkenberg, sem er vinarbær Borgarness í suður-Svíþjóð. Í upphafi greinarinnar er greint frá því að íslensku nemendunum hafi þótt vera fleiri tré og blóm í Falkenberg en heima í …

Heimildamynd um Norræna goðafræði og Íslendingasögur

Sunnudaginn 28. september kl. 16 verður frumsýnd á Söguloftinu í Landnámssetri heimildamynd um Norræna goðafræði og Íslendingasögurnar. Myndin er gerð af austurrískum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa áður gert fjölda heimildamynda sem sýndar hafa verið á sjónvarpstöðvum eins og Discovery Channel og National Geography. Myndin hefur verið þrjú ár í undibúningi, tekin víðs vegar um landið þó að stórum hluta á Vesturlandi. …

Stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu

Þriðjudaginn 23. september kl. 20:30 flytur Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Tilefnið er dánardagur Snorra Sturlusonar þann 23. september 1241. Sigurður mun í erindi sínu leitast við að að varpa ljósi á stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu, en með orðinu stjórnspeki er átt við það sem oft er …

Danskur kór heldur tónleika í Reykholtskirkju

Næstkomandi laugardag, þann 20. september, heldur danskur kór tónleika í Reykholtskirkju kl. 16:00. Kórinn sem heitir Koncertforeningens Kor flytur á tónleikunum bæði dönsk og íslensk tónverk. Í kórnum eru rúmlega 50 manns. Myndin af kórnum er fengin af heimasíðu kórsins í Danmörku.

Hundahlýðninámskeið í Borgarnesi

Hundaskólinn ,,Hundalíf” heldur hvolpa og grunnnámskeið hjá KB búrekstrardeild í Borgarnesi dagana 24. september, 1. og 8. október 2008. Sjá hér auglýsingu um námskeiðið. Minnt er á að helmingsafsláttur er á hundaleyfisgjöldum hjá Borgarbyggð ef eigendur hafa farið með hunda sína á hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaskóla. Frekari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðu Borgarbyggðar. Hundaeigendur eru hvattir til að sækja …

Deiliskipulag íbúaðabyggðar í Brákarey

Kanon arkitektar hafa undanfarið ár verið að vinna áfram með vinningstillögu sína úr samkeppni um deiliskipulag íbúðabyggðar í Brákarey. Stefnt að opnum íbúafundi bráðlega og því er birt hér á netinu drög að deiliskipulagi og deiliskipulagsforsögn til upplýsingar fyrir þá sem láta sig málið varða. Íbúafundurinn verður auglýstur síðar en þar munu hönnuðir skipulagsins mæta og kynna tillögur sínar nánar. …

Menning í landslagi

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi á Bifröst laugardaginn 27. september kl 13.00 til 16.00. Sjá hér dagskrá ráðstefnunnar.  

Listsýningunni í Jafnaskarðsskógi fer að ljúka

Listsýningunni í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn lýkur síðustu helgina í september þ.e. helgina 27. – 29. Sýningin var opnuð 6. júlí í sumar og hefur verið mjög vel af henni látið. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarráðs Vesturlands og Skógræktar ríkisins. Listamennirnir eru allir af Vesturlandi. Sjá hér auglýsingu .                           …

Endurvinnsluvikan

Endurvinnsluvikan hófst í dag. Hún er haldin í fyrsta skipti hér á Íslandi 12. – 19. september. Að átakinu stendurÚrvinnslusjóður í samvinnu við Umhverfisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setti endurvinnsluvikuna fyrr í dag. Hér má nálgast frekari upplýsingar, námsefni og fleira www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika. Þar sem kannanir benda til þess að ungt fólk á aldrinum 16-20 …