,,Fleiri tré og blóm en heima”

september 23, 2008
Í dagblaðinu Hallands Nyheter er grein eftir Lenu Strömberg frá því 17. september síðastliðinn sem segir frá heimsókn nemenda frá Grunnskólanum í Borgarnesi til nemenda í bekk 9B í Tullbroskolan í Falkenberg, sem er vinarbær Borgarness í suður-Svíþjóð. Í upphafi greinarinnar er greint frá því að íslensku nemendunum hafi þótt vera fleiri tré og blóm í Falkenberg en heima í Borgarnesi. Borgnesingarnir gistu heima hjá vinum sínum og jafnöldrum í Falkenberg á meðan á dvölinni stóð auk þess að taka þátt í starfi skólans og skoða sig um í bænum. Sænski umsjónarkennarinn sagði nemendurna hafa náð að æfa sig vel í enskri tungu á meðan á heimsókninni stóð. Sjá hér skannaða mynd af greininni. Eftir dvölina í Falkenberg héldu Borgnesingarnir til Kaupmannahafnar. Þeirri heimsókn er greint frá á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi.
Á myndinni má sjá hópinn við Amelíuborg í Kaupmannahöfn og er tekin af heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi.

Share: