Endurvinnsluvikan hófst í dag. Hún er haldin í fyrsta skipti hér á Íslandi 12. – 19. september. Að átakinu stendurÚrvinnslusjóður í samvinnu við Umhverfisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setti endurvinnsluvikuna fyrr í dag. Hér má nálgast frekari upplýsingar, námsefni og fleira www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika.
Þar sem kannanir benda til þess að ungt fólk á aldrinum 16-20 ára standi sig hvað verst í flokkun sorps er sérstök áhersla lögð að þessu sinni á þátttöku framhaldsskólanema í endurvinnsluvikunni.