Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefst í dag og verða tónleikarnir sem hér segir: Þriðjudaginn 4. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, miðvikudaginn 5. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, fimmtudaginn 6. des. kl. 18.00 í Logalandi Reykholtsdal, föstudaginn 7. des. kl. 13.30 í Brákarhlíð, fyrir eldri borgara, mánudag 10. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, mánudaginn 10. des. kl 20.00 að …

Köttur í óskilum í Borgarnesi

Ljósbrúnn, svartur og hvítur köttur er í vörslu Borgarbyggðar eftir að hafa verið handsamaður í Borgarnesi. Kötturinn er ekki merktur en hefur rauða ól um hálsinn. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Tónleikatvenna í Landnámssetri

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir halda tónleika í Landnámssetrinu í kvöld, mánudaginn 3. desember kl. 21.00. Tónleikarnir eru tvískiptir, fyrir hlé leikur og syngur brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino ásamt Óskari Guðjónssyni saxófónleikara en eftir hlé flytur Ómar, ásamt hljómsveit, sönglög af nýja diskinum sínum Útí Geim.  

Breyting á biðstöð Strætó í Borgarnesi

Frá og með 03. desember 2012 verður biðstöð Strætó við Hyrnuna í Borgarnesi færð að Olís. Þessi breyting á sér stað vegna framkvæmda við Hyrnuna og stendur tímabundið yfir. Í fréttatilkynningu frá Strætó er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Strætó í síma 540-2700.  

Mæðgur sýna í Safnahúsi

Laugardaginn 1. desember kl. 13.00 verður opnuð myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem sýndar verða myndir eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur. Björk sýnir ljóðamyndir, vatnslitamyndir og akrýlmyndir, en Jóhanna klippimyndir byggðar á gyðjufræðum hinna ýmsu trúarbragða. Sýningin er í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og verður opin á virkum dögum kl. 13.00-18.00 og einnig á laugardögum kl. 13.00-16.00 …

Tónlistarkennarar sóttu Vínarborg heim

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru í námsferð til Vínarborgar í Austurríki núna í nóvember. Kennararnir heimsóttu Tónlistarháskóla Vínarborgar / Universität für Musik und darstellende Kunst, kynntu sér Kennaradeildina og eyddu þar einum degi. Var sérlega vel tekið á móti þeim þar, þeir fengu að upplifa kennslustundir og taka þátt í þeim. Dagurinn byrjaði á fyrirlestri um skólann , síðan var gengið …

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 2. des.

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. desember kl. 17.00.Dagskráin hefst með ávarpi Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar. Tónlistarskóli Borgarfjarðar sér um flutning á jólatónlist og heyrst hefur að jólasveinarnir komi af fjöllum til að gleðja börnin. Heitt kakó verður í boði. Allir velkomnir að koma og njóta andrúmslofts aðventunnar. Ef veður verður slæmt …

Herferð gegn tóbaksnotkun

Tómstundanefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í morgun að farið verði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Fræðslustjóra, forvarnarfulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja var falið að útfæra herferðina og ýta henni úr vör.  

Köttur í óskilum í Borgarnesi

Íbúi í Borgarnesi er með í vörslu sinni ómerktan kött sem ekki er vitað hver á. Þetta er ljósbrúnn fullorðinn fressköttur með gráa silfurlita endurskins-ól um hálsinn. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni

Vegna fjölda áskorana hefur leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar ákveðið að hafa tvær aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni. Fyrri sýningin verður í kvöld, þriðjudaginn 27. nóvember og sú seinni fimmtudaginn 29. nóvember. Báðar sýningar hefjast kl. 20.00.