Maður í mislitum sokkum – næstu sýningar

Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings er þessa dagana að sýna gamanfarsann Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman.   Leikarar eru átta talsins: Katrín Jónsdóttir Hvanneyri, Friðrik Aspelund Hvanneyri, Elísabet Axelsdóttir Hvanneyri, Jón E. Einarsson Mófellsstaðakoti, Þórunn Harðardóttir Hvanneyri, Valdimar Reynisson Hvanneyri, Auður L. Arnþórsdóttir Hvanneyri og Þórunn Péturssdóttir Bæjarsveit. Leiksstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir Borgarnesi. Frumsýningin var laugardagskvöldið 4. nóvember. Uppselt …

Verið velkomin

Nýtt byggðarmerki Borgarbyggðar verður kynnt í dag kl. 16.00 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu.   Við sama tækifæri verður ný heimasíða sveitarfélagsins opnuð ásamt því að ný heimasíða fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar verður tekin í notkun.   Af þessu tilefni verður opið hús í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi í dag frá kl. 16.oo – 18.oo.Allir velkomnir.  

Byggðarmerki

Sveitarfélaginu Borgarbyggð hefur verið valið byggðarmerki. Höfundur merkisins er Örn Smári Gíslason. 1. sæti „Fléttan” Að mati dómnefndar er merkið sérstaklega vel hannað. Formið er sterkt og afgerandi og nýtur sín jafnt lítið sem stórt; hvítt á lituðum grunni sem í lit á hvítum grunni; jafnt í afmörkuðum fleti sem utan hans. Merkið er mjög sérstætt í flokki byggðamerkja. Í …

Af starfsemi Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Í þessari viku eru foreldraviðtöl hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en þá koma foreldrar með börnum sínum í tíma. Þetta er fastur liður í starfi skólans. Annar mikilvægur þáttur í tónlistarnámi er að koma fram á tónleikum. Sem dæmi um slíkt má nefna að nemendur skólans heimsóttu eldri borgara í Borgarnesi fyrir stuttu og héldu tónleika fyrir þá, en stefnan er að …

Grunnskóli Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Grunnskóli Borgarfjarðar. Starfsstöðvar skólans eru tvær og eru auðkenndar þannig: Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum, 311 Borgarnes, og Grunnskóli Borgarfjarðar, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eru á Kleppjárnsreykjum og deildarstjóri á Hvanneyri. Skólastjóri hefur fasta viðveru á Hvanneyri fyrirhádegi á þriðjudögum og eftir hádegi á fimmtudögum. Skólastjóri er Guðlaugur Óskarsson Aðstoðarskólastjóri er …

Vel heppnuð æskulýðshátíð

Árleg Forvarnar- og æskulýðshátíð unglinga var haldin í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi fimmtudaginn 9. nóv. s.l. Um 300 unglingar úr skólum og félagmiðstöðvum af Vesturlandi og víðar að skemmtu sér hið besta á þessari frábæru hátíð sem tókst einstaklega vel. Hátíðin er með öllu vímuefnalaus og er skipulögð og framkvæmd að öllu leyti eins og unglingarnir sjálfir vilja sjá forvarnardag sem þennan. …

Landnámssetur hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, hlýtur nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Holti í dag. Í úrskurði dómnefndar segir að Landnámssetrið hafi hlotið verðlaunin fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og séu til þess fallnar að auka menningartengda ferðaþjónustu hér á landi utan hins hefðbundna ferðatímabils. (Af www.skessuhorn.is)    

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Ýmislegt er gert í sveitarfélaginu af því tilefni og má þar nefna framtak grunnskólanna sérstaklega auk þess sem Safnahús Borgarfjarðar opnar sýningu á ljóðum grunnskólanemenda kl. 17 á neðri hæð safnsins. Í Borgarneskirkju verður Grunnskólinn í Borgarnesi með dagskrá fyrir nemendur 1.-6. bekkja skólans. Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og á Hvanneyri lesa …

Til íbúa Borgarbyggðar: nýtt byggðarmerki

Þann 8. nóvember s.l. rann út frestur til að skila tillögum í samkeppni um nýtt byggðarmerki Borgarbyggðar.   Dómnefnd hefur nú lokið störfum og skilað af sér hvaða tillaga skuli valin.   Val nefndarinnar verður gert opinbert með viðhöfn í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16.oo.   Við sama tækifæri verður ný heimasíða Borgarbyggðar opnuð.   Af þessu tilefni …

Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum

Íris Grönfeldt leiðbeinir í þreksalnum á milli kl. 16.00 og 18.00 í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Mætum öll og fáum góð ráð hjá Írisi í heilsuræktinni.