Tónlistarfólk í jólaskapi

desember 22, 2006
Það voru góðir fulltrúar Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem komu í fundarsal Borgarbyggðar fyrir nokkru og sungu jólalög fyrir sveitarstjórnarmenn. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Það er fastur þáttur í starfi skólans að sækja fyrirtæki og stofnanir heim í desembermánuði og mælast þær heimsóknir mjög vel fyrir. Á myndinni eru eftirtaldar talið frá vinstri: Jóhanna Marín Björnsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Nanna Cortez, Jónína Erna Arnardóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir og Eva Sóley Þorkelsdóttir.
 

Share: