FM-Óðal – jólaútvarpi lokið

desember 20, 2006
Útvarpssendingum FM-Óðals lauk fyrir helgina eftir fjögurra daga dagskrá. Á þessum tíma studdu fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi og nágrenni dyggilega við bakið á unglingunum auk þess sem hlustun í héraðinu var mjög mikil og þess voru þó nokkur dæmi að hlustað væri á útsendingar FM-Óðals erlendis. Meðfylgjandi mynd var tekin í lokahófi sem haldið var s.l. föstudag og á henni eru flestir þeir sem komu að útvarpssendingum þennan tíma.
Unglingarnir senda öllum sem studdu við verkefnið og hlustuðu kærar jólakveðjur með innilegu þakklæti fyrir verðmætan stuðning.
 

Share: