Unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar

Ingibjörg IngaUndanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl og hefur unnið með stýrihópi frá þeim tíma. Gengið hefur verið frá ráðningu deildarstjóra við skólann. Ingibjörg Jónsdóttir verður deildarstjóri á Varmalandi, Ingibjörg Adda Konráðsdóttir …

Orkuveitan horfir til Rauðsgils

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við landeigendur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal með það fyrir augum að afla neysluvatns fyrir vatnsveituna í dalnum á melunum neðan við Rauðsgil. Jafnframt verður leitast við að auka vatnstöku í landi Kleppjárnsreykja. Framkvæmdir hefjast um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir og er vonast til að úrbótanna verði vart þegar í sumar. Nánar á …

Kaupmannsheimilið í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sýningin Kaupmannsheimilið var opnuð með viðhöfn í Safnahúsi síðastliðinn miðvikudag, enda var tilefnið 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar. Uppistaðan í sýningunni eru munir frá heimili Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans, en þau hjón voru búsett í Borgarnesi 1906-1947. Aðeins eitt fjögurra barna Jóns og Helgu Maríu átti afkomendur, þ.e. Halldór H. Jónsson. Hann átti þrjá …

Lausar kennarastöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar eftirfarandi kennarastöður, heimilisfræði (80% starf), alm. kennsla í yngri deild og erl. tungumál (50%) starf. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði uppeldisstefnunnar „Uppeldi til ábyrgðar“, skólinn er „grænfánaskóli“ og er einnig virkur þátttakandi í þróunarverkefninu „Borgarfjarðarbrúin“. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra, Kristján Gíslason (kristgis@grunnborg.is ), í síma 437-1229 …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2010

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2010 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi …

Kvenfélag Þverárhliðar tekur yfir rekstur samkomuhússins við Þvérárrétt

Nýlega var undirritaður samningur á milli Borgarbyggðar og Kvenfélags Þverárhlíðar um að kvenfélagið taki yfir rekstur samkomuhússins við Þverárrétt. Kvenfélagið hefur um árbil tekið verulegan þátt í rekstri hússins, auk þess sem þær hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum í húsinu. Kvenfélagið hefur í hyggju að auka nýtingu hússins ennfrekar bæði hvað varðar ferðaþjónustu og hefðbundna starfsemi. Þessi samningur er tilraunaverkefni …

Lokað vegna viðgerða

Athugið Íþróttamiðstöðin Borgarnesi verður lokuð mánudaginn 17. maí – fimmtudags 20. maí n.k. vegna lagningar gólfefna og málningarvinnu á böðum. Opnum aftur föstudag 21. maí kl. 6.30.   N.B. The swimming pool in Borgarnes will be closed from Mon. 17nd May to Thu. 20nd May because of maintenance. Reopening Fri. 21nd May at 6:30 a.m.   Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.  

Kaupmannsheimilið – sýning opnuð í dag

Hluti sýningarinnar_gjSögusýningin Kaupmannsheimilið verður opnuð í Safnahúsi í dag miðvikudaginn 12. maí. Um er að ræða einstakt safn gagna og muna úr eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans og er uppistaðan rausnargjöf sem söfnunum barst fyrir nokkru. Jón frá Bæ stundaði kaupmennsku í Borgarnesi á fyrstu áratugum 20. aldar og var heimili þeirra hjóna …

Þvegið og bónað í Borgarnesi

Næstkomandi fimmtudag, 13. maí (Uppstigningardag) ætla krakkar úr 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi að bjóða upp á bílaþvott og bón í húsnæði BM Vallár í Borgarnesi. Opið verður frá kl. 9.00 – 15.00 og munu krakkarnir njóta liðsinnis foreldra sinna. Auglýsingu má nálgast hér.  

Tilboð í sorphirðu

Opnun tilboða í útboðsverkið „Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ Þriðjudaginn 4. maí síðastliðinn voru opnuð tilboð í sorphirðu í fyrrgreindum sveitarfélögum. Fjögur tilboð bárust í verkið og eru þau sem hér segir: 1. Íslenska Gámafélagið ehf. kr. 496.074.584,- 2. Vélamiðstöðin ehf. kr. 532.115.824,- 3. AK flutningar ehf. kr. 595.764.455,- 4. Gámaþjónusta Vesturlands ehf. kr. 602.903.526,- Verktími í …