Opnunartími leikskóla

Leikskólabörn í ráðhúsheimsókn á öskudaginnByggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. september síðastliðinn að lengja daglegan opnunartíma leikskóla til kl. 16:30 frá og með 1. október næstkomandi. Föstudagslokun vegna starfsmannafunda verður óbreytt út yfirstandandi ár en byggðarráð felur fræðslunefnd að skoða möguleika að breyttu fyrirkomulagi frá og með árinu 2011.  

Byggðasafni færð rauðvínsflaska úr Pourquoi Pas?

Byggðasafni Borgarfjarðar hefur verið færð kærkomin gjöf. Um er að ræða aldraða rauðvínsflösku úr rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? sem fórst við Mýrar í september 1936. Það var Eysteinn Sveinbjörnsson sem færði safninu flöskuna, en hún hefur verið varðveitt hjá honum allar götur síðan skipið fannst á hafsbotni sumarið 1961, eða í tæplega hálfa öld. Ennfremur kom hann með blaðaúrklippur frá þeim …

Vetrarstarf að fara af stað

Nú er sá tími að vetrardagskrá í íþrótta- og æskulýðsmálum er kynnt bæði sem í boði er á vegum sveitarfélagsins og einnig hjá frjálsum félagasamtökum sem sinna sínu mikilvæga starfi. Á heimasíðu þessari undir íþróttir- og æskulýðsmál má sjá hvað er í boði auk þess sem heimasíður deilda eru með nánari upplýsingar um starf sitt og æfingatöflur. Við hvetjum alla …

Íslenska Gámafélagið ehf. tekur við

Undanfarna daga hefur starfsfólk gámafyrirtækja verið að skipta út gámum á gámavöllum í Borgarbyggð. Eins og kunnugt er, var í kjölfar útboðs, samið við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu í Borgarbyggð til næstu fimm ára. Íbúar eru beðnir að sýna þessum breytingum skilning en fljótlega má búast við að gámastöðvar verði fullbúnar að nýju. Um leið og við bjóðum Íslenska …

Endurvinnslutunnur

Frá og með 1. október verður sú breyting á sorphirðu að endurvinnslutunnur verða settar við öll hús í þéttbýli í Borgarbyggð. Þetta á því við um Borgarnes, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Reykholt, Bæjarsveit, Varmaland og Bifröst. Þeim sem nú þegar eru með endurvinnslutunnur er bent á að þeir geta sagt þeim upp til viðkomandi fyrirtækis en nýju tunnurnar verða á vegum sveitarfélagsins. …

Síðasta kvöldganga sumarsins

Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur skipulagt sjö kvöldgöngur í sumar og hafa þær verið vel sóttar. Sjöunda og síðasta kvöldganga Ungmennasambandsins í sumar verður í kvöld, fimmtudaginn 2. september. Gangan hefst kl. 19.30 og gengið verður upp Árdalsgil Mæting við Árdal. Göngustjóri verður Pétur Jónsson. Í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið á eftir að fara tvær göngur til að ná í …

Breyttur opnunartími á gámastöðinni í Borgarnesi

Opnunartími gámastöðvarinnar í Borgarnesi breyttist þann 1. september síðastliðinn. Opnunartíminn verður framvegis frá kl. 14.00 – 18.00 alla daga nema sunnudaga og lögbundna frídaga. Framkvæmdasvið    

Fótboltamót á Hvanneyri

Ungmennafélagið Íslendingur heldur fótboltamót á Sverrisvelli á Hvanneyri næstkomandi laugardag 4. september. Mótið hefst kl. 11.00 og keppt verður í fimm aldursflokkum, 6 – 9 ára, 10 – 12 ára, 13 – 15 ára, 16 – 19 ára og 20 ára og eldri. Keppt verður í sjö manna bolta og liðin mega vera blönduð. Að keppni lokinni verða skemmtiatriði og …

Auglýsing um svæðisskipulag Mýrasýslu

Niðurfelling svæðisskipulags Mýrasýslu 1998-2010 Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Mýrasýslu hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 vegna nýs aðalskipulags Borgarbyggðar 2010 – 2022. Niðurfellingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin eru einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og þau má nálgast hér Þeim sem telja sig hagsmuna …

Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð og Skorradalshreppi

Niðurfelling svæðisskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 vegna nýrra aðalskipulaga sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Niðurfellingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Skorradalshrepps …