Leitar upplýsinga um stríðsárin

september 13, 2010
John L. Dixon frá Durham á Bretlandi var nýlega á ferð í Safnahúsi. Erindi hans var að leita upplýsinga um herdeild föður síns, Roberts Bagnall Dixon, sem lést 1998. Hafði Dixon yngri áhuga á að fá ljósmyndir úr Borgarnesi frá stríðsárunum vegna vefsíðu sem hann er að setja á fót um herdeild föður síns. Faðir hans var í 70. fótgönguliðsherdeild Breta, en menn úr þeirri deild dvöldu m.a. á Íslandi á árunum 1940-1942. Úr þeim hópi áætlar John Dixon að á bilinu 3-400 manns hafi verið í Borgarnesi á þessum tíma.
Upphaflega voru um 2.500 manns í herdeildinni en margir týndu lífi í átökum, sérlega í bardögum í Frakklandi. Sjá má viðtal við John Dixon með því að skoða eftirfarandi vefsíðu:
 
Meðfylgjandi mynd var tekin þar sem myndir frá stríðsárunum eru staðsettar á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi. Á myndinni sjást John Dixon og eiginkona hans, Mavis Dixon fyrir miðju. Lengst til vinstri er Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss og hægra megin við hjónin er Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður.
 
Myndina tók Stefán Helgi Valsson.
 

Share: