Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Umsókn þarf að fylgja: Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða. Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni. Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni. Hafi fylgigögnum verið skilað áður þá hafið samband við starfsmann; …
Þrettándagleði í Borgarnesi
Frá Bjögunarsveitinni Brák og Borgarbyggð: Komum saman í Englendingavík Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Borgarnesi á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar. Dagskráin hefst í Englendingavík kl. 17.30 með söng og gleði, en þeir kappar Orri og Halli Hólm sjá til þess að allir skemmti sér. Úr Englendingavík verður frábært að fylgjast með flugeldasýningunni, en auk þess að skjóta upp …
Nýjárskveðja
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.
Mannamyndir í Safnahúsi
Í Safnahúsi hefur verið sett upp ný sýning, í þetta sinn á mannamyndum eftir ýmsa listamenn. Myndunum er stillt upp í anddyri bókasafnsins. Þær eru valdar af handahófi úr safnkosti Listasafns Borgarness, en stærstur hluti þess er upphaflega kominn til sem rausnargjöf Hallsteins Sveinssonar til Borgnesinga árið 1971.
Lokaskýrslur til Menningarsjóðs Borgarbyggðar
Snemma árs veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2012 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt sem allra fyrst eða í síðasta lagi 15. janúar. …
Gleðileg jól
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar óska íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Opnunartími í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar um jól og áramót
Um jól og áramót verður opið í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar sem hér segir: Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa, opið kl. 9 – 18 24. des. Aðfangadagur, opið kl. 9 – 12 Lifandi tónlist á milli kl. 10 -11 25. des. Jóladagur, lokað 26. des. Annar í jólum lokað 31. des. Gamlársdag, opið kl. 9 – 12 1. janúar Nýársdagur, …
Frá Slökkviliði Borgarbyggðar
Nú er sá árstími þegar hvað mest er hættan á eldsvoða vegna kertaljósa og skreytinga. Slökkvilið Borgarbyggðar vill vekja athygli á nokkrum atriðum: * Hefur þú athugað virkni reykskynjarans nýlega? Og skipt um rafhlöðu nú fyrir jólin? * Ertu með eldvarnateppi í eldhúsinu þínu? * Sýnið aðgát við meðferð, umbúnað og staðsetningu kertaskreytinga. * Ofhlaðið ekki fjöltengi. * Fargið gömlum …
Fréttablaðskassar teknir niður
Fréttablaðskassar sem er að finna í Borgarnesi, verða teknir niður 27/28. desember. Þetta er gert vegna aukinnar hættu á skemmdum um áramótin. Kassarnir verða aftur settir upp á nýju ári. Auglýst verður í Fréttablaðinu hvar hægt verður að nálgast blaðið þá daga sem kassarnir verða ekki uppi.