Bjarki íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

febrúar 12, 2013
Bjarki Pétursson
Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness var valinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2012 um síðustu helgi. Að valinu stendur tómstundanefnd Borgarbyggðar en íþróttafélög í sveitarfélaginu senda inn tilnefningar. Bjarki náði á síðasta ári frábærum árangri í sinni íþrótt, keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti unglinga undir 18 ára sem haldi var í Sofíu í Búlgaríu. Einnig keppti hann með karlalandsliði Íslands á finnska áhugamannamótinu í Helsinki og hafnaði þar í 25. sæti af tæplega hundrað þátttakendum. Hér heima náði Bjarki þeim árangri að lenda í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik í flokki 17-18 ára, sigra á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness með yfirburðum og bæta um leið eigið vallarmet á Hamarsvelli. Þess má geta að Bjarki var einnig valinn í Íþróttamaður Borgarfjarðar 2012 af UMSB.
Hin efnilega badmintonstúlka Harpa Hilmisdóttir úr Skallagrími hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. Harpa hefur náð mjög góðum árangri í sinni grein og var m.a. valin í landslið 17 ára og yngri í Badminton sem mun keppa á móti í Belgíu í vor.
 
Viðurkennigar fyrir landsliðssæti hlutu þau Bjarki Pétursson fyrir golf og Tinna Kristín Finnbogadóttir fyrir skák.
Tómstundanefnd valdi einnig íþróttamann ársins í einstökum greinum og hlutu eftitaldir viðurkenningar:
 
Bjartmar Þór Unnarsson, Ungmennafélagi Reykdæla , fyrir akido
 
Harpa Hilmisdóttir, Skallagrími, fyrir badminton
 
Sólrún Halla Bjarnadóttir, Ungmennafélaginu Íslendingi, fyrir blak
 
Helgi Guðjónsson, Ungmennafélgai Reykdæla, bæði fyir frjálsar íþróttir og sund
 
Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness, fyrir golf
 
Konráð Axel Gylfason úr Faxa og Aron Freyr Sigurðsson úr Skugga fyrir hestamennsku
 
Guðrún Hildur Hauksdóttir, Skallagrími fyrir hestamennsku
 
Davíð Ásgeirsson, Skallagrími, fyrir körfuknattleik
 

Share: