Vilborg Arna í Hjálmakletti á sunnudaginn

febrúar 12, 2013
Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir heimsækir Borgarnes sunnudaginn 17. febrúar næstkomandi.
Vilborg Arna vann einstakt afrek og sýndi mikla þrautseigju þegar hún gekk ein síns liðs á suðurpólinn til styrktar Lífi, Styrktarfélagi Kvennadeildar Landsspítalans. Gangan tók 60 daga en Vilborg hóf gönguna þann 19. nóvember síðastliðinn og lauk henni 17. janúar.
Rótarýklúbbur Borgarness, í samstarfi við Borgarbyggð, stendur að skipulagi heimsóknar Vilborgar Örnu og býður alla velkomna í Hjálmaklett á sunnudaginn kl. 16.00 til að kynnast einstöku afreki hennar.
Söfnunarbaukur til styrktar Lífi verður á staðnum.
 

Share: