Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2016 og er hún aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir þessum tengli http://borgarbyggd.is/thjonusta/felagsthjonusta/arsskyrslur-felagsthjonustu/ . Í skýrslunni er greint ýtarlega frá starfsemi félagsþjónustunnar.
Umræður grunnskólakennara í Borgarbyggð
Síðustu daga hafa farið fram umræður kennara í grunnskólum Borgarbyggðar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi þeirra og vinnumati. Markmið samtalsins er að bæta og ná sátt um starf grunnskólakennara. Beina á sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum …
Fyrirlestur um snjalltækjanotkun barna og ungmenna
„Samráðshópur um forvarnir í Borgarbyggð og Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi ætla að bjóða upp á fyrirlestur fyrir foreldra um tölvu og snjalltækjanotkun barna og ungmenna fimmtudaginn 16. mars klukkan 20:00. Hvetjum foreldra til að taka daginn frá“
153. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 153 FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 9.2 (152) Fundargerðir byggðarráðs 16.2.,23.2., 02.03. (405, 406, 407) Fundargerðir fræðslunefndar 28.2. (152) Fundargerð velferðarnefndar 2.3. (70) Fundargerð …
Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi – viðgerðir
Vegna viðgerða er kvennaklefinn uppi lokaður út þessa viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.
Leikskólanum Andabæ vantar leikskólakennara/leiðbeinanda í 90% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Um er að ræða afleysingarstarf á deildum. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ella Gísladóttir leikskólastjóri í síma 4337170 eða gegnum netfangið aslaug@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur rennur út 6. mars.
Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi
Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var kynnt í Safnahúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 2. mars sl. Úttektin nær til leik-, grunn-, og framhaldsskólastiga þar sem kannað er hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar. Aldrei hefur áður verið gerð jafn heildstæð úttekt sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig. Fór úttektin fram í fimm sveitarfélögum, …
Borgarnes 150 ára – Tíminn gegnum linsuna
Þann 22. mars næstkomandi verður því fagnað að 150 ár eru síðan Borgarnes fékk verslunarleyfi. Þann dag heldur sveitarstjórn Borgarbyggðar hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, kl. 15.00. Því næst verður opnuð ný sýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Tíminn gegnum linsuna. Þar verða sýndar ljósmyndir sem fjórir ljósmyndarar hafa tekið í Borgarnesi á 20. öld. Val á …
Undirritun samninga vegna ljósleiðaravæðingar 2017.
Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga skrifuðu í gær undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti einnig samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, allt frá um 1,5 milljónum króna uppí nærri …
Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fær viðurkenningu frá Landvernd
Landvernd stóð fyrir ráðstefnu um Skóla á grænni grein í byrjun febrúar, en það er stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi og í heiminum öllum. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávörpuðu ráðstefnugestina og veittu tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa unnið flesta Grænfána. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar var einn þeirra en …








