Á hátíðarfundinum í Kaupangi 22.3. s.l. var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða
“Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að lögð verði sérstök áhersla á umhverfismál, hreyfingu og útivist við framkvæmdir yfirstandandi árs árs. Það er gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar um Borgarbyggð sem Heilsueflandi samfélag.
Umhverfis- og skipulagssvið verði falin framganga þessa í góðu samstarfi við sveitarstjórn og aðra innan stjórnkerfis Borgarbyggðar. Kallað verði verði eftir hugmyndum íbúa t.d. með því að nýta samráðsvefinn Betra Ísland. Þakkarvert er framlag félagasamtaka í þágu þessa málaflokks og mikilvægt að sveitarfélagið láti ekki sitt eftir liggja.”