Dagforeldrar óskast

mars 17, 2017
Featured image for “Dagforeldrar óskast”

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

  • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
  • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
  • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
  • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni 

Hæfniskröfur

  • Skal ekki vera yngri en 20 ára
  • Heilsuhraustur
  • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
  • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
  • Aðgangur að útileiksvæði

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

 

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.


Share: