Björgunarsveitin Brák – lóð á Fitjum

mars 23, 2017
Featured image for “Björgunarsveitin Brák – lóð á Fitjum”

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar sem haldinn var í Kaupangi 22.3.2017 var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða.

“Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að afhenda Björgunarsveitinni Brák lóð að Fitjum án greiðslu gatnagerðargjalda í sambandi við fyrirhugaða nýbyggingu sveitarinnar á aðstöðuhúsi fyrir starfsemi hennar. Lóðin verður nánar staðsett og mæld út við útfærslu deiliskipulags á svæðinu. Lóðarstærð verði allt að 2.000 fermetrar fyrir 600 fermetra hús.  Með þessu framlagi vill sveitarstjórn þakka björgunarsveitinni og öllu þeim sjálfboðaliðum sem að starfi hennar koma og hafa komið fyrir ómetanlegt framlag og stuðning við samfélagið.”

Á myndinni er Einar Örn Einarsson formaður Björgunarsveitarinnar Brákar að taka við skjali þessu til staðfestu en áætla má að verðmæti þessa sé milli 6 og 7 millj. kr.

(mynd KG)

 


Share: