Skólaakstur – opnun tilboða

Tilboð í skóla- og tómstundaakstur fyrir Borgarbyggð voru opnuð kl. 10 í morgun, 30.03.2017 í húsakynnum Ríkiskaupa. 13 tilboð bárust. Nú er eftir að yfirfara tilboðin og síðan verður gengið til samninga. Fundargerð opnunarfundar má nálgast hér  http://www.rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/fnr/20388

Sumarafleysingastarfsmenn óskast við sundlaugar Borgarbyggðar

Sumarafleysingarstarfsmenn óskast: Við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst Við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 15. ágúst Við sundlaugina á Varmalandi frá 1. júní til 15. ágúst   Hæfniskröfur: Viðkomandi verður að vera orðin fullra 18 ára Standast hæfnispróf sundstaða Með góða þjónustulund Upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður í s: 433-7140. Umsóknum má skila í …

Kynningarfundur um skýrslu vinnuhóps um fjölfarna ferðamannastaði

Vinnuhópur um fjölfarna ferðamannastaði boðar til kynningarfundar um skýrslu hópsins miðvikudaginn 29. mars n.k. í Hjálmakletti og hefst fundurinn kl. 20. Guðveig Eyglóardóttir formaður vinnuhópsins kynnir efni skýrslunnar og síðan verða almennar umræður um efnið.

Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar 22. mars s.l. sem haldinn var í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða „Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að tekin verði fyrsta skóflustunga að viðbyggingu og endurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi við sérstaka athöfn að afloknum fundi sveitarstjórnar. Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að bættu …

Björgunarsveitin Brák – lóð á Fitjum

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar sem haldinn var í Kaupangi 22.3.2017 var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að afhenda Björgunarsveitinni Brák lóð að Fitjum án greiðslu gatnagerðargjalda í sambandi við fyrirhugaða nýbyggingu sveitarinnar á aðstöðuhúsi fyrir starfsemi hennar. Lóðin verður nánar staðsett og mæld út við útfærslu deiliskipulags á svæðinu. Lóðarstærð …

Umhverfi, hreyfing og útivist

Á hátíðarfundinum í Kaupangi 22.3. s.l. var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða „Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að lögð verði sérstök áhersla á umhverfismál, hreyfingu og útivist við framkvæmdir yfirstandandi árs árs. Það er gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar um Borgarbyggð sem Heilsueflandi samfélag. Umhverfis- og skipulagssvið verði falin framganga þessa í góðu …

150 ára afmæli – viðburðir dagsins

Í dag fögnum við 150 ára verslunarafmæli Borgarness – Eiginleg afmælishátíð verður haldin í Hjálmakletti þann 29. apríl n.k. en í dag verður eftirfarandi á dagskrá: Kl. 14:00 Ráðhús – Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja frumsamið lag eftir Theódóru Þorsteinsdóttir Kl. 15:00 Kaupangur – Hátíðarfundur sveitarstjórnar, fundur nr. 155. Kl. 15:30 Grunnskólinn í Borgarnesi – skóflustunga tekin af nýrri viðbyggingu …

Fundir sveitarstjórnar nr. 154 og 155

154. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Kaupangi miðvikudaginn 22. mars og hefst hann kl. 14:30 Dagskrá: 58. fundargerð umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar. 155. fundur sveitarsrtjórnar, hátíðarfundur, verður haldinn í Kaupangi miðvikudaginn 22. mars og hefst hann kl. 15:00 Dagskrá: 150 ára verslunarafmæli Borgarness

Saga Borgarness í 150 ár

Saga Borgarness í 150 ár. Þann 22. mars 2017 eru 150 ár síðan Borgarnes fékk verslunarréttindi. Á afmælisdaginn verður sveitarstjórn Borgarbyggðar með hátíðarfund kl. 15:00 í Kaupangi sem er elsta hús bæjarins. Í tilefni dagsins verður tekin skóflustunga að viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi að loknum hátíðarfundi sveitarstjórnar. Á afmælisdaginn verður opnuð ljósmyndasýningin „Tíminn gegnum linsuna“ kl. 17:00 í Safnahúsi …

Laus störf hjá Borgarbyggð

Búið er að auglýsa laus til umsóknar tvö störf við stjórnsýslu Borgarbyggðar. Annars vegar starf félagsmálastjóra og hins vegar starf sviðsstjóra umhverfis – og skipulagssviðs. Upplýsingar um störfin er að finna undir „stjórnsýsla – mannauður – laus störf“ hér á heimasíðunni. Umsóknarfrestur um störfin er til 2. apríl n.k.