Skúlagata Bgn. – Framkvæmdir Veitna ohf.

apríl 10, 2017
Featured image for “Skúlagata Bgn. – Framkvæmdir Veitna ohf.”

Skúlagata, framkvæmdir Veitna ohf

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 7. apríl sl. samþykkti sveitarstjórn að veita Veitum ohf Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, kt. 501213-1870, framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu.

Hér er hægt að sjá teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd. Teikningar – Skúlagata endurnýjun FV og KV.pdf (2)

Verkinu verður skipt í eftrifarandi verkáfanga með eftirfarandi skiladögum:

Verkáfangi 1: Egilsgata – Gunnlaugsgata – skiladagur 20. maí 2017

Verkáfangi 2: Gunnlaugsgata – Helgugata – skiladagur 17. júní 2017

Verkáfangi 3: Lóðir Helgugötu 1 og 3 –  skilagdagur 25. júní 2017

Verklok: Yfirborðsfrágangur –  skiladagur 20. júlí 2017


Share: