
Inga Vildís Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Borgarbyggðar. Inga Vildís er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og diplomapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð frá árinu 2011.
Fjórar umsóknir bárust um starf félagsmálastjóra.
Umsækjendur:
Hanna Lára Steinssom félagsráðgjafi
Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi
Kristín Þyri Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi
Svanhvít Péturssdóttir viðskiptafræðingur.
Hjördís Hjartardóttir núverandi félagsmálastjóri Borgarbyggðar lætur af starfi sínu um mánaðarmótin júní – júlí og eru henni þökkuð störf sín í þágu Borgarbyggðar og óskað velfarnaðar.