Sumarfjör f. nemendur í 1. – 4. bekk

apríl 12, 2017
Featured image for “Sumarfjör f. nemendur í 1. – 4. bekk”

Sumarfjör 2017

Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri

Ferðir frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð.

Skráning er hafin í Sumarfjör sem er sumarnámskeið fyrir 1.-4.bekk. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd. Nánari upplýsingar um dagskrá finnið þið heimasíðu Borgarbyggðar eða umsb.is.

Hægt er að kaupa hálfan dag frá 09:00-12:00 eða frá 13:00-16:00 á 4.000 krónur fyrir vikuna og svo heilan dag sem er frá 09:00-16:00 á 8.000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna sem skráð eru í Sumarfjörið. Börnin mæta með nesti en á föstudögum munum við ljúka hverri viku með hátíð þar sem grillaðar verða pylsur í boði Sumarfjörsins.

Þær vikur sem Sumarfjörið verður í boði verða:

Borgarnes. 6.júní-21.júlí, 8.-18.ágúst. Heimastöð: Grunnskólinn í Borgarnesi

Hvanneyri. 6.-30.júní, 8.-18.ágúst. Heimastöð: Íþróttahúsið á Hvanneyri.

Boðið verður uppá ferðir úr Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla hvern morgun klukkan 9:00 á leikjanámskeið á Hvanneyri og til baka klukkan 16:00. Í júlí þegar leikjarnámskeiðið er lokað á Hvanneyri þá mun bíllinn fara með alla í Borgarnes.

Í ágúst verður starfræktur Tómstundaskóli fyrir börn sem fædd eru 2011. Sótt er um fyrir þau á meðfylgjandi eyðublaði.

Umsóknareyðublöð finnið þið inn á www.borgarbyggd.is og www.umsb.is, blöðin skulu berast til siggadora@umsb.is.

Umsóknarfrestur er til 3.maí

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kær kveðja

Sigga Dóra Sigurgeirsdóttir

Tómstundafulltúi

Upplýsingar um Sumarfjör í Borgarnesi 2017 uppf.

Upplýsingar um Sumarfjör á Hvanneyri 2017 uppf.


Share: