Nú er tímabil Sumarlesturs hafið á bókasafninu en það stendur frá 10. júní – 10. ágúst og er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Börnin koma á safnið og velja sér bók eða bækur til lesturs og skrá sig um leið í Sumarlesturinn. Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnáttan þjálfuð ennfremur sem er eitt …
Hafmeyjan aftur í Skallagrímsgarð
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að viðgerð á Hafmeyjunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem áður prýddi gosbrunninn í Skallagrímsgarði. Kvenfélag Borgarness gaf listaverkið á 25 ára afmæli félagsins árið 1952 og var það fyrsta listaverkið sem komið var fyrir í garðinum. Undanfarin ár hefur styttan verið varðveitt í Safnahúsi Borgarfjarðar, en í byrjun árs hófst vinna við endurgerð hennar, …
17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2017
Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní hlaupið – Karamelluflug Hlaup fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli og í nágrenni hans Nokkrar vegalengdir í boði Kl. 9:00 – 12:00 Sund Sundlaugin opin, frítt í sund Kl. 11:00 Guðþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Kl. 12:00 Akstur fornbíla og bifhjóla Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn …
Smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar
Í tímaritinu Skólaþræðir má finna áhugaverða umfjöllun um árlegar smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar. Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja. Í fámennum skólum byggjast valgreinarnar oft á því sem kennarar innan hvers skóla treysta sér til að bjóða upp …
Lestrarstefna Borgarbyggðar
Unnið hefur verið að því í vetur að móta lestrarstefnu Borgarbyggðar en tilgangur hennar er að halda utan um heildarsýn um framkvæmd og þróun kennslu á sviði máls og lesturs í leik- og grunnskólum. Stefnunni er ætlað að styðja við starf skólanna, skilgreina markmið og leiðir sem síðan eru útfærð frekar í hverjum skóla fyrir sig. Þróun lesturs er ævilangt …
158. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 158 FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 8. júní 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 11.5. (157) Fundargerðir byggðarráðs (18.5, 26.5., 1.6.) (415, 416, 417) Fundargerðir fræðslunefndar 23.5. (156) Fundargerðir velferðarnefndar 2.6. (73) Fundargerð umhverfis …
Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi
Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 2. júní við skólann. Nemendur 1. bekkjar verður í leikjum í Skallagrímsgarði. Þau fara og fá grillaða pylsu í garðinum þegar það hentar inn í dagskrá þeirra. Foreldrar þeirra eru velkomnir að vera með. …
Hreinsunarátak í dreifbýli
Líkt og undanfarin ár stendur sveitarfélagið fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 6.- 20. júní. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum: Bjarnastaðir – á eyrinni (ath. að hliðið á að vera lokað) Brautartunga Brekka í Norðurárdal Bæjarsveit Grímsstaðir Hvanneyri Högnastaðir Lindartunga Lyngbrekka Síðumúlaveggir Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir …
Hreyfivika UMFÍ
Hreyfivikan hófst af fullum krafti í Borgarbyggð í morgun með því m.a. að nemendur í 3. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi lærðu grunnatriðin í SNAG golfi. Börnin voru mjög áhugasöm og skemmtu sér konunglega við ýmsar golf- og boltaþrautir. Á hæla þeirra komu eldri nemendur og var golfáhugi þeirra ekki síðri. Börnin voru einnig að hefja verkefnið „Allir í golf – …
Steinasafn Þórdísar í Höfn
Steinasafn Þórdísar í Höfn – Safnahús Borgarfjarðar Sá mikilvægi áfangi náðist í Safnahúsi nú í maílok að lokið var við að greina, mynda og skrá steinasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar auk þess sem búið var um gripina upp á nýtt og þeim komið í góðar geymslur. Þess má geta að þar með er Náttúrugripasafn Borgarfjarðar fyrsta safn sinnar tegundar sem skráir safnkost …









