Vinabæjarmót í Borgarbyggð

júní 27, 2017
Featured image for “Vinabæjarmót í Borgarbyggð”

Dagana 30. júní til 2. júlí verður haldið vinabæjamót í Borgarbyggð.  Sveitarfélagið Borgarbyggð og Borgarfjarðardeild Norræna félagsins hafa haft veg og vanda að undirbúningi mótsins.  Tæplega 60 gestir frá vinabæjunum Borgarbyggðar munu taka þátt í mótinu.  Vinabæir Borgarbyggðar eru:  Ullensaker í Noregi, Falkenberg í Svíþjóð, Odsherred í Danmörku og Eysturkommuna í Færeyjum.

Flestir gestanna er á vegum norrænu félaganna en fulltrúar úr sveitarstjórnum taka einnig þátt.  Mótið verður formlega sett laugardaginn 1. júlí í Skallagrímsgarði í Borgarnesi, en þátttakendur munu síðan fara víða um Borgarfjörð, funda og kynna sér borgfirska menningu.  Vinabæjamót hafa verið haldin á tveggja ára fresti og skapa þau tækifæri til frekar samstarfs þessara aðila.

 


Share: