Borgarbraut 57 – 59

júlí 4, 2017
Featured image for “Borgarbraut 57 – 59”

Þann 26. Júní sl. barst sveitarstjórn Borgarbyggðar bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu þar sem sett er fram bótakrafa f.h. Húss og lóða ehf vegna meints tjóns fyrirtækisins vegna seinkunar framkvæmda við Borgarbraut 57-59 í kjölfar þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi deiliskipulag og byggingarleyfi vegna Borgarbrautar 57-59 úr gildi. Bótakrafan í þremur liðum og er samtals að fjárhæð kr. 153.365.128.-

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt aukafund vegna þessa erindis þann 3. júlí sl. og samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða:

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur móttekið bréf Nordik lögfræðiþjónustu dags. 26. júní 2017 sem sent er fyrir hönd Húsa og lóða ehf., þar sem sett er fram krafa félagsins á hendur sveitarfélaginu um skaðabætur á þeim grundvelli að deiliskipulag og byggingarleyfi vegna lóða að Borgarbraut 57-59 Borgarnesi hafi verið felld úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis – og auðlindamála.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafnar alfarið bótakröfum sem Nordik lögfræðiþjónusta setur fram í fyrrgreindu bréfi og telur þær ekki eiga sér stoð. Sveitarstjórnin mótmælir því sérstaklega að undirbúningi að útgáfu umræddra byggingarleyfa hafi verið ábótavant og hafnar með öllu að sveitarfélagið beri ábyrgð á meintu tjóni umbjóðanda þíns vegna dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum að Borgarbraut 57-59.“

 


Share: