Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands. AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum hefur verið framlengdur til miðnættis þann 9. …

Forstöðumaður Öldunnar, Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu forstöðumanns Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Aldan starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur …

Nýr ferðaþjónustubíll

S.l.  föstudag var tekinn í notkun nýr ferðaþjónustubíll fatlaðra hér í Borgarbyggð. Kemur hann í stað eldri bíls sem búinn var að skila sínu. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn og er hinn glæsilegasti að allri gerð og gerður fyrir níu farþega. Eins er aðgengi töluvert betra en í eldri bílnum. Á myndinni eru Haukur Valsson bílstjóri og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri …

Menningarstarf á fullveldis – og menningarári

Borgarbyggð tekur í gegnum starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar þátt í tvenns konar menningardagskrá á landsvísu í ár, annars vegar með tónleikum sem hluta af afmælisdagskrá fullveldisins og hins vegar með sýningu um Hvítárbrúna nú í nóvember, en það verkefni er þáttur í viðburðaskrá Menningararfsárs Evrópu. Það er Minjastofnun sem heldur utan um þá dagskrá hér á landi. Tónleikarnir voru haldnir í …

Endurbætur og viðhald 2018

Mikið hefur verið framkvæmt á sviði endurnýjunar og viðhalds fasteigna Borgarbyggða það sem af er ári. Myndir sem sýna þessar framkvæmdir koma á fb síðu Borgarbyggðar. Grunnskólinn í Borgarnesi: Miklar framkvæmdir standa nú yfir í eldri hluta skólans ásamt því að byggður verður nýr matsalur.  Í þeim hluta skólans sem fellur ekki undir þá framkvæmd var eftirfarandi gert. Gólfdúkur í …

Skipulagsauglýsingar – 2018-09-19

Búið er að birta fjórar auglýsingar um skipulagsmál í Borgarbyggð. Er þær að finna undir „https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/“. Hér er um að ræða tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Bjargsland II og eins tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir sama svæði.  Síðan er auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir sumarhúsabyggð í landi Eskiholts II og síðustu er auglýst lýsing að aðalskipulagsbreytingu í landi Hraunsnefs.

Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2018-09-18

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu …

Endurnýjun gerfigrass

Lokið er við að endurnýja gerfigrasið á íþróttavellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Þetta gras er annarrar gerðar en það sem fyrir var og betra í alla staði. Ekki er lengur notast við gúmmíkurl til að mýkja völlinn heldur er núna notaður fínn sandur. Kurlið hættir því að berast inn á heimili barnafjölskyldna í Borgarnesi, væntanlega öllum til léttis.

Félagsþjónusta Borgarbyggðar – liðveisla

Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér félagslega liðveislu fyrir fullorðinn einstakling Félagsþjónustan í Borgarbyggd auglýsir eftir hressum einstaklingi, karli jafnt sem konu til starfa sem félagsleg liðveisla. Starfið felst í að minnka félagslega einangrun og efla virkni einstaklings með fötlun í samfélaginu. Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi …

Frábært tækifæri – skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg!

Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.  Menntun og færnikröfur: Leikskólakennararéttindi Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji Áhugi, reynsla og hæfni í …