Æskulýðsballið 2018

nóvember 26, 2018
Featured image for “Æskulýðsballið 2018”

Hið árlega Forvarna- og æskulýðsball fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 8.nóv sl, þetta er í 28. Skiptið sem þessi viðburður er haldinn við góðar undirtektir ungmenna Vesturlands. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Óðal þar sem unglingar á Vesturlandi koma saman og skemmta sér saman þar sem áhersla er lögð á forvarnir og skemmtun án vímuefna. Um það bil 350 ungmenni gerðu sér góðan dag á æskulýðsballinu þar sem tónlistarmennirnir þeir Herra Hnetusmjör, Huginn og DJ Egill Spegill sáu gestunum fyrir skemmtun fram eftir kvöldi. Viðburður sem þessi er einn sá fjölmennasti sem haldin er árlega á svæðinu og þykir mjög vinsæll á meðal ungmenna vesturlands. Fyrir hvert Æskulýðsball er komið upp með slagorð sem unglingarnir sjá um að velja, þetta árið var slagorðið ‚,Mætum í fínu, ekki í vímu‘‘ ásamt því fengu allir unglingar stuðningsarmbönd frá Minningarsjóð Einars Darra sem notast við slagorðin ,,Ég á bara eitt líf‘‘. Óhætt er að segja að allt fór vel fram og allir skemmtu sér vel.


Share: