Ljóð um Jónas

nóvember 16, 2018
Featured image for “Ljóð um Jónas”

Safnahús hefur sett á heimasíðu sína ljóð eftir Snorra Hjartarson í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Kvæðið er ort með vísun í arfleifð Jónasar Hallgrímssonar og ber nafn hans.

Snorri Hjartarson var fæddur á Hvanneyri og bjó í Borgarfirði fram á unglingsár, á Ytri Skeljabrekku og í Arnarholti. Í ljóðum hans má oft finna litrík og falleg orð og íslensk náttúra gegnir stóru hlutverki í verkum hans.

Þess má geta að í Safnahúsi er dagsins einnig minnst með uppstillingu höfundarverka handhafa verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á Héraðsbókasafninu. Sjá má umfjöllun Safnahúss og ljóð Snorra með því að smella hér.

 

 


Share: