Litla stúlkan með eldspýturnar í Tónlistarskólanum um helgina

nóvember 29, 2018
Featured image for “Litla stúlkan með eldspýturnar í Tónlistarskólanum um helgina”

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir nú um helgina söngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggður er á sögu H. C. Andersens. Tónlistina samdi Keith Strachan. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikstýrir og Theodóra Þorsteinsdóttir sér um tónlistarstjórn. Birna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó og Ólafur Flosason leikur á óbó og trommur.

Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, en alls koma ellefu börn fram í sýningunni sem eru á aldrinum 7-12 ára. Söngleikjadeildin tók til starfa í haust og er þetta fyrsta sýningin með nemendur söngleikjadeildarinnar bjóða upp á.

Sýningarnar verða fjórar og  verða í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23, Borgarnesi.

Frumsýningin verður föstudaginn 30. nóvember kl. 17:00 og síðan önnur sýning sama dag kl. 19:00.

Á laugardeginum 1. desember er sýning kl. 18:00, en einnig verður flutt atriði úr sýningunni á hátíðarhöldunum í Skallagrímsgarði.

Síðasta sýningin verður sunnudaginn 2. desember kl. 17:00.

Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir börn og kr. 1000 fyrir fullorðna (enginn posi).

Miðapantanir í síma 864 2539 og á tonlistarskoli@borgarbyggd.is


Share: