UMSB innleiðir verkefnið SÝNUM KARAKTER

nóvember 29, 2018
Featured image for “UMSB innleiðir verkefnið SÝNUM KARAKTER”

Á fræðslukvöldi UMSB sem var haldið þriðjudaginn 27. nóvember í Hjálmakletti var ,,Sýnum karakter“ formlega innleitt. Viðtökur fóru framar björtustu vonum þar sem fjöldi fólks sýndi verkefninu mikinn áhuga enda voru erindin mjög skemmtileg, áhugaverð og upplýsandi. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri í UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Markús Máni frá Sportabler og Pálmar Ragnarsson voru með frábær erindi. Við hvetjum alla til þess að kynna sér verkefnið enn frekar á heimasíðu þess: https://www.synumkarakter.is/


Share: