Við í Klettaborg fögnum því að framkvæmdir eru nú hafnar við að bæta gámaeiningu við leikskólann. Með þessari viðbót er verið að koma til móts við þörf fyrir betri aðstöðu fyrir starfsfólk og börn í leikskólanum.
Nýja einingin mun hýsa nýja deild og undirbúningsaðstöðu kennara. Þetta þýðir að börnin fá meira rými til leiks og náms, á meðan starfsfólk fær betri vinnuaðstöðu sem styður við faglegt starf og undirbúning kennslu.
Áætlað er að framkvæmdir ljúki í byrjun næsta árs og verður nýja einingin tekin í notkun um leið og hún er tilbúin. Það eru spennandi tímar frammundan í Klettaborg.

