Dagana 18. – 22. nóvember var eldvarnarvika hérna hjá okkur í Klettaborg. Þá unnum við allskyns verkefni sem tengdust eldvörnum, fengum fræðslu um eldvarnir og rætt um hætturnar sem fylgja eldinum. Við héldum brunaæfingu, þá fór brunabjallan í gang og áttu öll börn og starfsfólk að safnast saman inni í fataklefa á sinni deild þar sem deildarstjórinn gerði nafnakall. Þetta gekk mjög vel og voru börnin mjög dugleg! Hápunkturinn var svo þegar tveir fulltrúar Slökkviliðs Borgarbyggðar kom í heimsókn á slökkviliðsbílnum og ræddu við okkur um starf slökkviliðsins og um brunavarnir, börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu af athygli. Því næst fengum við að skoða bílinn. Við færum Slökkviliði Borgarbyggðar okkar bestu þakkir fyrir góða heimsókn og vonumst til að sjá ykkur aftur að ári.
Við enduðum svo góða viku á vasaljósadegi þar sem börnin máttu koma með vasaljós af heiman og fóru með þau út í myrkrið þar sem búið var að hengja upp endurskinsmerki sem vasaljósin lýstu upp.
Því er ljóst að öll börn eru orðin meðvituð um eldvarnir nú þegar eldvarnarhátíðin er um það bil að ganga í garð.