Í janúar 2022 tóku gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna: Farsældarlögin
Lögin varða öll börn og ungmenni á Íslandi á aldrinum 0-18 ára.
Markmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Borgarbyggð hefur tekið markviss skref í innleiðingarferlinu í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagsins og aðra sem koma að þjónustu við börn.
Nánari upplýsingar er að finna inn á heimasíðu um farsæld barna.