Leikskólastarf er þróunarstarf sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun og þróun til þess að markmiðum sé náð.
Tilgangur þess að meta leikskólastarf er að tryggja að réttindi leikskólabarna séu virt og þau fái þá menntun sem þeim ber samkvæmt lögum um leikskóla. Matið er tvíþætt, annars vegar innra mat og hins vegar ytra mat.
Leikskólar Borgarbyggðar nota þjónustu Skólapúlsins við að meta leikskólastarfið.
Jafnframt er skólastarfið endurmetið jafnóðum á deildarstjórafundum, starfsmannafundum og skipulagsdögum.
Reglulega heldur leikskólastjóri krakkafundi þar sem ákveðin málefni eru tekin fyrir, þannig fá börnin að koma sínum skoðunum á framfæri og auka lýðræði innan leikskólans.
Árlega er gerð könnun á líðan elstu barna þar sem börnin fylla út könnun með foreldrum sínum, niðurstöðurnar eru nýttar til að bæta líðan barnanna í leikskólanum.
Skipulögð starfsmannasamtöl eru einu sinni á ári (janúar/febrúar) og einnig eftir þörfum