Fatnaður

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og er því nauðsynlegt að þau séu í fötum sem sjá má á. 

Útiföt þurfa að vera í samræmi við veðurfar og allur klæðnaður vel merktur barninu. Nauðsynlegt er að börnin hafi góð og hlý föt þegar þannig viðrar. 

Fatakassar með aukafötum eru í fataklefum. Foreldrar þurfa að fylla á fatakassana þegar eitthvað vantar. 

Á föstudögum þurfa foreldrar að taka allt úr hólfum barnanna vegna þrifa.