Áður en barn byrjar í leikskólanum fá foreldrar bréf um hvernig aðlögun muni háttað. Fyrsta heimsókn foreldra er án barnsins en tilgangurinn er að kynna foreldrum leikskólann þannig að hægt sé að undirbúa barnið sem best og einnig að fá helstu upplýsingar um barnið. Fyrsta aðlögunardaginn kemur barnið í stutta heimsókn með foreldri/foreldrum og aðlagast síðan næstu 3-4 dagana hægt og rólega. Barnið aðlagast nýju umhverfi, kynnist kennurum og börnum, lærir að vera í hóp og fleira. Það skiptir miklu máli fyrir veru barnsins í leikskólanum að aðlögun gangi vel fyrir sig. Aðlögunin er einstaklingsbundin og sér ákveðinn kennari að mestu um barnið fyrstu dagana.
Þegar barnið færist á milli deilda innan leikskólans sjá kennarar um aðlögunina, þ.e. barnið venst hægt og rólega „nýju deildinni“. Deildarstjóri mun sýna foreldri/foreldrum deildina og kynna deildarstarfið og kennarana.