Einkunnarorð leikskólans eru: sjálfstæði – virðing – gleði
Leikskólinn Klettaborg er staðsettur að Borgarbraut 101 í Borgarnesi, umvafinn fjölbreyttri náttúru. Leikskólinn var stofnaður árið 1978 og er 3ja deilda fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Deildirnar eru nefndar eftir sígildum ævintýrum sænska barnabókahöfundarins Astrid Lindgren. Á Ólátagarði eru yngstu börnin, á Kattholti eru 2-4 ára börn og á Sjónarhóli eru 4-6 ára börn.