Á Hnoðrabóli er lögð áhersla á hollan og næringarríkan mat sem hentar öllum aldurshópum. Maturinn er eldaður á staðnum í samreknu eldhúsi Hnoðrabóls og Grunnskóla Borgarfjarðar.
- Morgunmatur: Hafragrautur, AB mjólk og múslí.
- Ávaxtastund: Tvær tegundir af ávöxtum alla daga.
- Hádegismatur: Hollur og góður heimilismatur.
- Síðdegishressing: Heimabakað brauð og álegg.