Grænfáni

Við á Hnoðrabóli erum mjög stolt af því að hafa flaggað grænfánanum þrisvar sinnum. 

Árið 2009 varð Hnoðraból skóli á grænni grein og hóf vinnu við að stíga skrefin sjö til að fá að flagga grænfánanum. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem staðfestir góðan ásetning og virkni í umhverfisverndarstarfi. 

Árið 2014 flögguðum við svo grænfánanum í fyrsta sinn. 

Textinn hér að neðan er fenginn af vef Landverndar (landvernd.is) til að skýra betur hvað það að vera skóli á grænni grein þýðir. 

Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Grænfáninn hefur verið á Íslandi frá árinu 2001. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education. 

Skólar á grænni grein styðja við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf í skólum á öllum skólastigum. 

Markmið verkefnisins eru að; 

 • bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. 
 • efla samfélagskennd innan skólans. 
 • auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. 
 • styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. 
 • veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál 

Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt. Hver skóli vinnur eftir skrefunum sjö, setur sér markmið og virkir nemendur. 

Börnin á Hnoðrabóli eru mjög meðvituð um umhverfi sitt og mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. Þau þekkja vel umhverfissáttmála Hnoðrabóls sem er: 

„Við ætlum að gera allt sem er gott fyrir náttúruna með sól í hjarta“ 

Umhverfisstefnan okkar er svo þessi: 

 • Innkaup leikskólans verði eins vistvænn og kostur er. Umhverfismerktar vörur og þjónusta er valin umfram aðra. 
 • Rusl er flokkað. 
 • Starfsfólk verður frætt um nýjungar í umhverfismálum þegar þær koma fram. 
 • Notum fjölnota efnivið frekar en einnota. 
 • Spörum orku eins og hægt er. 
 • Endurnýtum efni eins og kostur er. 

Í umhverfisnefnd Hnoðrabóls eru: 

Verkefnastjóri og fulltrúi kennara: Elsa Þorbjarnardóttir 

Fulltrúi foreldra: Guðmundur Freyr Kristbergsson 

Leikskólastjóri: Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir 

Börnin í skólahóp 

Grænfánamarkmið okkar núna eru þessi: 

 1. Kanna gönguleiðir í nýju umhverfi
 2. Tengjast nærumhverfinu
 3. Bæta útikennslusvæði
 4. Gera grænfánabrúðu
 5. Skipti- og sölumarkaður Hnoðrabóls á facebook