Forsíða

Leikskólinn Hnoðraból er á Kleppjárnsreykjum í Reykholti í Borgarbyggð. Hann er tveggja deilda leikskóli og að jafnaði eru rúmlega 20 börn á aldrinum frá 12 mánaða til 6 ára. 

Nöfnin á deildunum vísa í gildi skólans sem er með sól í hjarta. Yngri deildin heitir Rauða deild og er merki hennar rautt hjarta, eldri deildin heitir Gula deild og er merki hennar sólin.

Markmið Hnoðrabóls er að hafa velferð og hag barna að leiðarljósi samkvæmt lögum. Nám á að fara fram í leik og skapandi starfi og starfshættir byggja á umburðarlyndi, jafnrétti, kærleika, ábyrgð, lýðræðislegu samstarfi, virðingu og umhyggju.