Magnús Scheving frumkvöðull og athafnamaður heimsótti krakkana á unglingastigi í dag og var með nýsköpunar- og frumkvöðlafræðslu fyrir þau. Þar fór hann yfir þau skref sem þarf að taka þegar maður vill framkvæma góða hugmynd þannig að hún verði að frambærilegri vöru. Þá tók hann meðal annars fram að það dugir ekki að hanga í símanum allan daginn og láta …
“Fíllinn í herberginu” fyrirlestur.
Unglingastigið sat fyrirlestur í gær á vegum Okkar heimur þar sem farið var yfir það hvernig það er að eiga foreldri eða aðstandanda sem glímir við geðrænan vanda. Þar horfðu þau meðal annars á stuttmyndina „Fíllinn í herberginu“ sem sýnir á myndrænan hátt hvernig aðstæður vilja oft verða þegar glímt er við geðrænan vanda og hvernig best er að takast …
Áfram Ísland
Kennarar og stuðningsfulltrúi 7. bekkjar klæddu sig upp í tilefni dagsins en í dag er fyrsti leikur Íslands á EM í handbolta. Þá mátti sjá fleiri bláklædda á sveimi um skólann af sama tilefni. Gefur góða stemningu Áfram Ísland
Val á miðstigi.
Lota 3 í miðstigsvali hófst í dag. Fjölbreytt val er í boði í list- og verkgreinum, spilum og tækni. Gaman að fylgjast með nemendum takast á við ný verkefni í hópum sem eru þvert á stigið.
Jólaútvarp NFGB að ljúka.
Í dag er lokadagur jólaútvarpsins og viðburðaríkri viku að ljúka. Eins og tíðkast hefur þá voru Bæjarmálin í beinni á dagskrá í dag þar sem bæjarpólitíkin var skeggrædd. Þá var fjallað um jólaútvarpið í hádegisfréttum RÚV í dag og þar tekið viðtal við Auðunn tæknimann. Umfjöllunina má finna hér: https://www.ruv.is/…/jolautvarp-grunnskolans-i-borgarnesi Við þökkum öllum þeim sem lögðu við hlustir og þeim …
Jólasöngur í Salnum.
Í dag var jólasöngur í Salnum þar sem allir bekkir skólans komu saman og sungu jólalög. Nú fer að líða að jólafríi og er farið að bera á jólaspenningi í krökkunum. Þá er gott að geta aðeins brotið upp hefðbundna kennslustund með smá samveru í Salnum.
Jólaútvarp NFGB
Jólaútvarpið byrjar á mánudaginn. Endilega stillið á fm 101,3 eða farið inn á Spilarinn.is og hlustið á krakkana. Dagskrá-Jólaútvarps 2023
Dagur gegn einelti
Miðvikudaginn 8. nóvember var haldinn Dagur gegn einelti og af því tilefni hittust vinabekkir skólans og unnu saman ýmis verkefni. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og voru verkefnin miðuð að því. Voru vinaböndin treyst á ýmsan hátt í leikjum, með söng og föndri.
Skólasetning
Kæru foreldrar Við vonum að allir hafi átt gott sumarfrí og notið sín í sumar en haustið er komið og allt fer í sínar föstu vetrarskorður. Skólasetningin verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur 1.-10. bekkjar. Skólaakstur verður bæði innanbæjar og úr dreifbýli. Við viljum biðja þá sem ekki ætla að nýta sér akstur úr sveitinni að …