Sjónlistadagurinn

Þann 13. mars sl. var samnorræni sjónlistadagurinn og tóku nemendur í Kleppjárnsreykjadeild þátt. Flestir nemendanna skreyttu fjöður með hinum ýmsu mynstrum og úr þeim voru gerðir englavængir þar sem nemendur gátu látið mynda sig með vængi. Sannkallaðir englar þessir nemendur.