Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Það er hefð fyrir því í Kleppjárnsreykjadeild skólans að minnast þess í mesta skammdeginu að innan skamms mun birta á ný. Á meðan notum við ljós utan á byggingum og í gluggum til að lýsa upp umhverfið okkar. Nemendur safnast saman úti í skólaportinu og öll ljósin eru slökkt en kveikt á nokkrum kertum. Ljóðið Hátíð fer að höndum ein er flutt af nemendum unglingastigs og svo syngja allir saman nokkur lög. Í lokin fara yngsti og elsti nemandi deildarinnar og kveikja á ljósaseríum sem nú prýða skólann og tréð sem er í portinu. 

Snjórinn er kominn

Snjórinn gladdi nemendur okkar þegar hann lét sjá sig þetta skólaárið. Nemendur nýttu tækifærið til þess að renna sér í brekkum, leika sér og gleðjast.

3D bókamerki

Nemendur 7. bekkjar á Kleppjárnsreykjum teiknuðu  lyklakippur í forritinu tinkercad og prentuðu í 3D prentara.

Dagur íslenskrar tungu – Varmaland

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins, lásu eldri nemendur fyrir þá yngri og svo sungum við lagið Íslenska er okkar mál – sem það sannarlega er, hvort sem við höfum talað íslenskuna frá blautu barnsbeini eða numið hana síðar. Það er okkar lífstíðarverkefni að rækta tungumálið …

Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar

Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á alþjóðlegum réttindadegi barna í dag, 20.nóvember. Stefán Broddi sveitastjóri Borgarbyggðar kom og setti þingið. Næst á eftir honum fengum við pepp myndband frá Ævari vísindamanni sem er Sendiherra Unicef á Íslandi og fyrrverandi nemandi við skólann. Eftir honum kom í pontu Lilja Rannveig yngsta alþingiskona sem situr á þingi í dag …

Textíll á Kleppjárnsreykjum

Nemandi í 7.bekk frísaumaði þessa flottu mynd í saumavél   Nemendur í 2.bekk á Kleppjárnsreykjum lærðu að sauma fimm tegundir af saumsporum og gerðu úr stykkinu bókamerki.

Jól í skókassa

Nemendur Varmalandsdeildar hafa verið að vinna að verkefninu Jól í skókassa. Fjölskyldur nemenda hjálpuðu starfsmönnunum við að koma með hluti til að fylla í pakkana. Nemendur skiptu síðan hlutunum samviskusamlega á milli jólapakka þannig að verið væri að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í kringum verkefnið. Nemendur settu hluti í sjö kassa fyrir fjölbreyttan aldur og kyn, síðan fer afgangur …

Þemadagar á Hvanneyri

Þema dagar á Hvanneyri voru kallaðir Vinadagar. Nemendur unnu ýmis verkefni tengd vináttu og samskiptum. Þessi vinna var rauður þráður í öllu öðru skólastarfi þessa vikuna. Í íþróttum var t.d. farið í ýmsa leiki sem reyndu á samvinnu, hjálpsemi og styrk hópsins. Mikið var unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla og að lokum bjuggu nemendur í 4. og 5.bekk til spil sem …