Lúðrasveit í heimsókn á Hvanneyri

            Föstudaginn 19. apríl fengu nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar skemmtilega heimsókn frá Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hljómsveitin lék nokkur lög áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um Hvanneyri. Kátt var á hjalla og þökkum við kærlega fyrir þessa frábæru heimsókn.