Nemendur í 7. – 10. bekk skelltu sér í Bláfjöll í vikunni þar sem þau renndu sér á skíðum og brettum allan liðlangan daginn. Á milli skelltu þau sér í nestispásu til þess að hafa auka orku í brekkunum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var ekki annað að sjá en að nemendur, starfsmenn og foreldrar glöddust yfir því að …
Handmennt á yngsta stigi á Varmalandi
Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi hafa verið að sauma eftir teikningum sínum á striga.
Allt við frostmark og rafmögnuð stemning á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 9. og 10. bekk hafa frá áramótum verið í eðlisfræði og hafa nú fært sig úr bókinni yfir í meira verklegt nám. Fyrr í vetur voru nemendur í varmafræði og þurftu þau að hanna og smíða kælibox sem gæti haldið snjó á föstu formi í amk 2 klukkustundir. Ýmiss efniviður var nýtt, afgangar úr einangrun, frauðplastumbúðir og fleira, en einnig þurftu nemendur að nefna boxið og skreyta það á einhvern hátt. Nú síðast reyndu nemendur svo að finna lausn á yfirvofandi orkuskorti með því að reyna að framleiða rafmagn úr kartöflum. Frábær vinna hjá öllum og við hlökkum öll til að geta haldið áfram af auknum krafti í verklegu þegar raungreinastofa verður komin við skólann.
Páskaungar á Kleppjárnsreykjum
Síðustu vikurnar fyrir páskaleyfi komu list-og verkgreinakennararnir Eva Lind og Unnar Þorsteinn útungunarvél fullri af eggjum fyrir á smíðastofunni. Mikil spenna skapaðist meðal nemenda þegar líða fór að útungun og náði hún hámarki þegar ungarnir fóru að skríða úr eggjunum. Frábær viðbót inn í skólastarfið en myndirnar segja meira en nokkur orð.
Sjónlistadagurinn
Þann 13. mars sl. var samnorræni sjónlistadagurinn og tóku nemendur í Kleppjárnsreykjadeild þátt. Flestir nemendanna skreyttu fjöður með hinum ýmsu mynstrum og úr þeim voru gerðir englavængir þar sem nemendur gátu látið mynda sig með vængi. Sannkallaðir englar þessir nemendur.
3D val á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 3D vali á Kleppjárnsreykjum fengu það verkefni að hanna taflsett. Nemendum var skipt í tvo hópa og gerðu þeir tvö sett ásamt ýmsum öðrum verkefnum.
Árshátíð Varmalandsdeildar
Fimmtudaginn 21. mars var haldin árshátíð Varmalandsdeildar. Nemendur yngsta stigsins fluttu fornt íslenskt leikrit sem heitir Kolrassa krókríðandi með nútímalegu tvisti. Nemendur á miðstigi og unglingastigi voru með yfirþemað Draumar geta ræst þar sem þau fóru sköpunarleiðina og tjáðu sig í gegnum söng og dans. Kynnarnir sáu um að allir voru með á nótunum þar sem þau kynntu dagskrána bæði …
Árshátíð Kleppjárnsreykjadeildar
Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar héldu árshátíð sína í Logalandi 20.mars við húsfylli að venju. Hvert stig var með atriði sem þau höfðu unnið að síðustu daga með kennurum sínum. Yngsta stigið sýndi myndband byggt á sögum úr goðafræðinni og söng svo af krafti lagið um það sem er bannað. Miðstigið var með stutta frumsamda þætti úr daglega lífinu með áherslu á samskipti …
Árshátíð Hvanneyrardeildar
Árshátíð Hvanneyrardeildar var haldinn við mikinn fögnuð áhorfenda þriðjudaginn 19. mars. Nemendur sýndu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Allir nemendur skólans tóku þátt en mikill undirbúningur er búinn að vera undanfarnar vikur. Skólinn breyttist í leikhús en nemendur tóku virkan þátt í að setja upp leiksvið, leiktjöld og hanna sviðsmynd. Foreldrar komu að búningagerð, aðstoðaði tónlistarskóli Borgarfjarðar við tónlistina …