Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.  

Öskudagur

Skemmtilegur öskudagur var á Varmalandi þar sem nemendur og starfsmenn mættu í fjölbreyttum búningum. Haldið var öskudagsball í íþróttahúsinu þar sem farið var í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Starfsmenn mættu sem litakassi þar sem þau mættu í búningum í mismunandi litum.

Vetrarfrí

Mánudaginn 26. febrúar og þriðjudaginn 27. febrúar er vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 28. febrúar.

Textílmennt hjá 4. bekk K

Nemendur í 4. bekk á Kleppjárnsreykjum ófu þessi veggteppi á litla vefstóla í texílmennt. 

3D prentun á Kljr

Nemendur í 5.-6. bekk á Kleppjárnsreykjum bjuggu til lyklakippur og nafnspjöld í Tinkercad og prentuðu svo út í 3D prentaranum.  

Myndmennt á Varmalandi

Nemendur í 3.- 4. bekk eru að vinna myndasögu sem er í sex hlutum. Sumir nemendur völdu að vinna myndasögu út frá Bróðir minn ljónshjarta en þá sögu voru þau að lesa með umsjónarkennara sínum fyrir áramótin. Aðrir eru að gera sögu að eigin vali.

Snjórennibrautagarður á Hvanneyri

Krakkarnir á Hvanneyri hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að gerð snjórennibrautagarðs í snjóhrúgunni sem myndast þegar snjónum er rutt af götum og plönum. Þar eru 10 rennibrautir, heitur pottur, karla-, kvenna– og transklefi, bar og fleira sem er nauðsynlegt í snjórennibrautagörðum. Mikil vinnusemi og gleði í frímínútum. 

Söngvarakeppni GBF

Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf …