Kaffihús á Hvanneyri

1.desember ár hvert bjóða nemendur Hvanneyrardeildar sínu nánasta fólki á kaffihús. Býðst gestum að kaupa súpu, brauð og smákökur. Nemendur þjóna til borðs á meðan gestir láta fara vel um sig í notalegu umhverfi. Í ár saumuðu nemendur 5. bekkjar fjölnota jólapoka og seldu til styrktar góðu málefni. Efnið sem nýtt var í pokana voru gamlir dúkar og gardínur sem …

Vinakeðja og föndur á Varmalandi

Föstudaginn 1. desember. Löng hefð er fyrir því í grunnskólanum Varmalandi að hefja aðventuna á kyndilgöngu nemenda upp að kletti og kveikja á jólastjörnunni sem svo lýsir upp skammdegið. Foreldrum var boðið með í gönguna og var fjölmennt. Þegar kveikt hafði verið á stjörnunni sungu nemendur og foreldrar nokkur jólalög og renndu sér svo til baka í skólann, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Þar tóku nemendur lagið fyrir foreldra og sungu jólalög á íslensku og úkraínsku. Foreldrar fylgdu svo nemendum á hinar ýmsu föndurstöðvar í skólanum og nutu samverunnar fram að hádegi.  Góður dagur og góð byrjun á aðventunni.       

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Það er hefð fyrir því í Kleppjárnsreykjadeild skólans að minnast þess í mesta skammdeginu að innan skamms mun birta á ný. Á meðan notum við ljós utan á byggingum og í gluggum til að lýsa upp umhverfið okkar. Nemendur safnast saman úti í skólaportinu og öll ljósin eru slökkt en kveikt á nokkrum kertum. Ljóðið Hátíð fer að höndum ein er flutt af nemendum unglingastigs og svo syngja allir saman nokkur lög. Í lokin fara yngsti og elsti nemandi deildarinnar og kveikja á ljósaseríum sem nú prýða skólann og tréð sem er í portinu. 

Snjórinn er kominn

Snjórinn gladdi nemendur okkar þegar hann lét sjá sig þetta skólaárið. Nemendur nýttu tækifærið til þess að renna sér í brekkum, leika sér og gleðjast.

3D bókamerki

Nemendur 7. bekkjar á Kleppjárnsreykjum teiknuðu  lyklakippur í forritinu tinkercad og prentuðu í 3D prentara.

Dagur íslenskrar tungu – Varmaland

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins, lásu eldri nemendur fyrir þá yngri og svo sungum við lagið Íslenska er okkar mál – sem það sannarlega er, hvort sem við höfum talað íslenskuna frá blautu barnsbeini eða numið hana síðar. Það er okkar lífstíðarverkefni að rækta tungumálið …

Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar

Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á alþjóðlegum réttindadegi barna í dag, 20.nóvember. Stefán Broddi sveitastjóri Borgarbyggðar kom og setti þingið. Næst á eftir honum fengum við pepp myndband frá Ævari vísindamanni sem er Sendiherra Unicef á Íslandi og fyrrverandi nemandi við skólann. Eftir honum kom í pontu Lilja Rannveig yngsta alþingiskona sem situr á þingi í dag …

Textíll á Kleppjárnsreykjum

Nemandi í 7.bekk frísaumaði þessa flottu mynd í saumavél   Nemendur í 2.bekk á Kleppjárnsreykjum lærðu að sauma fimm tegundir af saumsporum og gerðu úr stykkinu bókamerki.